Fara í efni
Mannlíf

Ein með öllu á ljúfum nótum – MYNDIR

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hófst á Akureyri á föstudag og lauk á miðnætti í nótt með flugeldasýningu í kjölfar sparitónleika á flötinni neðan við Samkomuhúsið. 

Í gær var keppt í torfæru á svæði Bílaklúbbs Akureyrar, á rafdrifnum reiðhjólum í Kjarnaskógi og markaður var á Ráðhústorgi, svo eitthvað sé nefnt. Tívolí var opið á flötinni neðan við Samkomuhúsið og þar lauk hátíðinni sem fyrr segir. Í gær var líka haldinn árlegur skógardagur í Kjarnaskógi.

_ _ _

SKÓGARDAGUR
Margir skemmtu sér í Kjarnaskógi í góðu veðri. Húlladúllan mætti á svæðið og hver sem var fékk að spreyta sig með húllahring, ratleikur var í samstarfi við Amtsbókasafnið, boðið var upp á jóga og Guðfríður Gyða fræddi fólk um sveppi. Þá var poppað við opinn eld og kaffi var lagað á hlóðum; ketilkaffi eða skógarkaffi, rótsterkt og gott.

Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, lengst til vinstri, og formaðurinn, Sigríður Hrefna Pálsdóttir, lengst til hægri. Á milli þeirra eru tveir fyrrverandi formenn félagsins, Ólafur B. Thoroddsen og Vignir Sveinsson. 

_ _ _

SPARITÓNLEIKAR
Á Sparitónleikunum á flötinni neðan við Samkomuhúsið komu fram Eik Haralds, Stjórnin, Ragga Rix, Birnir, Clubdub og Páll Óskar, auk þess sem Jónína Björt og Ívar Helgson stýrðu brekkusöng. Hátíðinni lauk svo með glæsilegri flugeldasýningu á miðnætti.

Hljómsveitin Stjórnin, Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson fremst á sviðinu.

Rapparinn Ragga Rix. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Jónína Björg og Ívar Helgason stýra brekkusöng. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Páll Óskar tryllti lýðinn. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson