Mannlíf
Ef það fékkst ekki í KEA þá var það ekki til
03.03.2025 kl. 11:35

Það var einhver fullnusta í orðinu. KEA hafði svarið við því sem að var spurt. Og löngum var það svo í endilöngum Eyjafirðinum að ef það fékkst ekki í Kaupfélaginu, þá þurfti maður ekki á því að halda.
Þannig hefst 68. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
Það var að minnsta kosti almælt í fjölskyldu minni, og gekk raunar miklu lengra í munni marga þeirra hörðustu í ættboganum þeim arna, því ef það fékkst ekki í búðinni okkar, þá var það ekki til – og hafði ekki verið framleitt.
Pistill dagsins: KEA