EES í 30 ár – árangur og frekari tækifæri
Í tilefni 30 ára afmælis samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er svokölluð Evrópurúta RANNÍS á hringferð um landið. Fundað er víða þar sem athygli er vakin á árangri Evrópuverkefna í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi og slíkur fundur er á dagskrá á Akureyri í dag.
Fundurinn verður í Hofi frá kl. 16.00 til 18.00. Aðgangur að viðburðum Evrópurútunnar er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin, að því er segir í tilkynningu frá Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands), en óskað er eftir að fólk skrái sig á viðburðina. Skráning á fundinn er hér: https://forms.office.com/e/mAgTA5tQkH
Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Clara Ganslandt, er með í för og mun spjalla við íbúa á fundinum í Hofi auk þess að funda í dag með fulltrúum sveitarfélaga um EES-samstarfið og þátttöku Íslands í evrópskum samstarfsverkefnum.
Frá árinu 2000 hefur um rúmum 300 milljónum evra (45 milljörðum íslenskra króna) verið úthlutað í styrki á vegum Evrópusambandsins á Íslandi, að því er segir í tilkynningunni frá Rannís. Þar af hefur 2,5 milljörðum króna verið varið til verkefna á Norðurlandi eystra.
Hér er hægt að skoða gagnvirkt kort sem sýnir yfirlit þessara styrkja, skipt eftir landshlutum og sveitarfélögum: https://www.rannis.is/vidburdir/evropusamvinna/kort/
- Erasmus+
- European Solidarity Corps
- Horizon Europe
- Creative Europe / MEDIA Culture
- Stoðverkefni Erasmus+ og upplýsingaveitur
- Nordplus - Norræna menntaáætlunin
- Enterprise Europe Network
- LIFE