Dýravinir, venjulegt fólk og þak yfir höfuðið
„Hefurðu tekið eftir því hvaða þetta unga fólk er döngunarlaust í dag?“ spurði Aðalsteinn Öfgar og benti á símann sinn.
„Hérna eru pör og einstaklingar og ungar fjölskyldur að óska eftir leiguíbúðum í lange baner og nánast allir taka sérstaklega fram að þeir séu yfirmáta reglusamir, reyk- og veiplausir, tyggi ekki skro, drekki lítið eða ekkert, gangi vel um og það sé ekkert partýstand á þeim. Ekkert partýstand! Hvað er hlaupið í þetta lið? Hvenær á maður að djamma ef ekki þegar maður er ungur? Aldrei hefðum við getað kvittað undir svona heitstrengingar í gamla daga.“
Þannig hefst nýr pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar, sem birtist á Akureyri.net í morgun. Vangaveltur þeirra Aðalsteins um eitt og annað í samfélaginu halda sem sagt áfram. Ungt fólk er Aðalsteini ofarlega í huga en Stefán nær síðan að beina talinu að íbúðamarkaðnum.
Smellið hér til að lesa pistilinn