Brynja Rán sigraði í söngkeppni VMA
Brynja Rán Eiðsdóttir sigraði í árlegri söngkeppni Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA), sem fram fór í gærkvöldi. Hún verður því fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna í vetur.
Sturtuhausinn, eins og söngkeppni VMA er kölluð, fór fram í Gryfjunni, samkomusal skólans.
„Brynja flutti lag Amy Winhouse, Back to Black, með miklum glæsibrag. Í öðru sæti varð Aron Freyr Ívarsson. Hann flutti lag Matt Maltese As the World caves in. Í þriðja sæti varð síðan Hafdís Inga Kristjánsdóttir með lagið Drowning Shadows í flutningi Sam Smith,“ segir á vef skólans.
„Það var heldur betur vel mætt í Gryfjuna í gærkvöld og hreint frábær stemning. Enda full ástæða til, keppnin var frábær skemmtun og umgjörð hin glæsilegasta. Öllum sem að komu til mikils sóma.“
Nánar hér á vef skólans.