Fara í efni
Fréttir

Breytingar á akstri SVA vegna malbikunar

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ferðum strætisvagna SVA í dag og verða áfram á morgun vegna malbikunarframkvæmda á Þingvallastræti. Breytingar eru á leið 2 og 5 í dag og leið 1, 2 og 6 á morgun. 

Eftirfarandi upplýsingar eru teknar af Facebook-síðu Strætisvagna Akureyrar:

  • Þriðjudagur 13. ágúst
    Þingvallastrætið verður lokað vegna malbikunar, frá klukkan átta og fram eftir kvöldi, fyrir leiðum 2 og 5. 
    Leið 2 ekur suður Dalsbraut að Skógarlundi, vestur Skógarlund að Hlíðarlundi, fer þaðan inn í Hjallalund og ekur hann að Skógarlundi og inn á rétta leið.
    Stöðvar sem detta út eru Dalsbraut, Grundargerði og Furulundur
    Leið 5 ekur frá Þingvallastræti niður Dalsbraut, upp Borgarbraut, suður Hlíðarbraut að Merkigili og inn á rétta leið. 
    Stöðvar sem detta út eru Dalsbraut, Grundargerði, Pálmholt og Réttarhvammur.

  • Miðvikudagur 14. ágúst
    Þingvallastrætið verður lokað vegna malbikunar, frá klukkan átta og fram eftir kvöldi, fyrir leiðum 1, 2 og 6
    Leið 1 ekur Skógarlund að Hjallalundi, niður Hjallalund, að Hlíðarlundi, þaðan austur Skógarlund að Dalsbraut og niður Dalsbrautina.
    Stöðvar sem detta út eru Hjallalundur, Hrísalundur og Hrísalundur.
    Leið 2 ekur suður Dalsbraut að Skógarlundi, upp Skógarlund að Hlíðarlundi, fer þaðan inn í Hjallalund og ekur hann að Skógarlundi og inn á rétta leið.
    Stöðvar sem detta út eru Dalsbraut, Grundargerði og Furulundur.
    Leið 6 fer norður Hlíðarbraut að Borgarbraut, niður Borgarbraut að Dalsbraut, upp Dalsbrautina að Þingvallastræti og þar inn á rétta leið.
    Stöðvar sem detta út eru Réttarhvammur, Furulundur og Hrísalundur.