Fara í efni
Fréttir

Bleikur dagur á Akureyri – MYNDIR

Starfsfólk Akureyrarflugvallar mætti í bleiku í vinnunna í dag í tilefni af Bleika deginum. Mynd; Facebooksíðan Akureyri International Airport

Í dag 23. október er Bleiki dag­ur­inn, árlegur dagur þar sem Krabbameinsfélag Íslands hvetur  landsmenn til að klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma með sem fjölbreyttustum hætti svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi og samstöðu. Margir vinnustaðir á Akureyri tóku þátt í deginum í ár eins og sést á meðfylgjandi myndum.  

Áralöng hefð er fyrir því að starfsfólk á skrifstofu Samherja klæðist bleiku á Bleika daginn og bleikar kræsingar hafðar með morgunkaffinu. Þá veitti Samherji líka Krabbameinsfélagi Akureyrar fjárhagslegan styrk í tilefni dagsins. Mynd: Samherji


Starfsfólk Amtsbókasafnins og Héraðsskjalasafnsins eru alltaf í stuði, hvort sem er í bleiku eða ekki. Mynd: Facebooksíða Amtbókasafnsins

Nanna Kristín Antonsdóttir starfsmaður í Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi. Þar klæddist fólk bleiku, bleikar skreytingar voru á vinnustaðnum og bleikur bakstur í boði. Mynd: Facebooksíða PBI.


Kvenkyns starfmenn Einingar Iðju á Akureyri stilla sér upp við bleikar kræsingar í tilefni dagsins,  Mynd: ein.is 

VMA birti frétt á heimasíðu sinni á Bleika deginum um bleikhærðu bræðurna Jóhannes Þór (til vinstri) og Eyjólf  frá Kvíaholti. Þeir lituðu hárið á sér bleikt en með því vilja þeir minna á mikilvægi þess að styðja við bakið á konum sem hafa greinst með krabbamein og efla forvarnir gegn krabbameini. Eyjólfur segir að með þessu vilji þeir bræður sýna móður þeirra, sem hefur frá 2017 í tvígang greinst með krabbamein, og öllum konum sem glími við þennan sjúkdóm stuðning í verki. Sjá nánar á heimasíðu VMA.

Starfsfólk Akureyrarflugvallar. Mynd: Facebooksíðan Akureyri International Airport.