Björn brýnir eldri borgara til dáða
Björn Snæbjörnsson, formaður kjarahóps Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK), brýnir félagsmenn til dáða í baráttunni um bætt kjör, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag.
„Það virðist vera álit þeirra sem stjórna að við séum svo rík og höfum svo miklar tekjur að við þurfum ekki að fá kauphækkanir til jafns við launafólk,“ segir Björn í greininni.
Hann segir reyndar ljóst að þær aðgerðir sem um var samið gagnist félögum í EBAK hvað varðar húsnæðismál, húsaleigu „og ég tala nú ekki um ef verðbólga lækkar og vextir verða viðráðanlegir.“
Björn segir eldri borgara hins vegar hafa dregist aftur úr sé launaþróun skoðuð og það sé með öllu ólíðandi. Hann nefnir nokkur dæmi, meðal annars þetta:
Munur á lægsta taxta á vinnumarkaði sem er í dag kr. 425.985 og ellilífeyri hjá TR sem er í dag kr. 333.194 mismunurinn er hvorki meiri né minni en kr. 92.791. Það hlýtur að vera réttlætismál okkar að þessi munur verði sem minnstur og upphæð ellilífeyris sé í námunda við lægstu laun á vinnumarkaði.
Smellið hér til að lesa grein Björns