Fara í efni
Fréttir

Biskup auglýsir starf prests í Glerárkirkju

Séra Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju og sr. Helga Bragadóttir eftir hátíðarmessu í tilefni 30 ára vígsluafmælis kirkjunnar í desember 2022. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Starf prests í Glerárkirkju hefur verið auglýst laust til umsóknar. Séra Helga Bragadóttir hefur gegnt embættinu undanfarin tvö ár, síðan 1. september 2022, en var í sumar kosin til starfa við Digranes- og Hjallaprestakall í Kópavogi af valnefnd safnaðarins.

Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir: Biskup Íslands óskar eftir presti til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi. Miðað er við að viðkomandi getið hafið störf 1. janúar 2025.

Frétt á vef Þjóðkirkjunnar

Vefur Glerárkirkju