Fara í efni
Íþróttir

Birnir Vagn til Northern State í Suður Dakóta

Samningur Birnis við skólann var kynntur á samfélagsmiðlum í gær – til hægri stekkur Birnirá Meistaramóti Íslands á Akureyri fyrir nokkrum misserum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Birnir Vagn Finnsson, frjálsíþróttamaður úr Ungmennafélagi Akureyrar, hefur samið við bandarískan háskóla, Northern State University í Suður-Dakóta, um að keppa með skólaliðinu frá og með næsta hausti, þegar hann hefur þar nám.

Birnir er fjölhæfur íþróttamaður og varð fjórfaldur Íslandsmeistari á Meistaramóti Íslands innanhúss í flokki 20-22 ára fyrir nokkrum dögum. Þá var hann nýlega valinn í landsliðshóp fyrir árið 2023 skömmu eftir að hafa bætt eigið Íslandsmet í 60m grindahlaupi.