Fara í efni
Íþróttir

Birkir Heimisson í tveggja leikja bann

Birkir með boltann í leiknum gegn Fjölni um helgina. Hann skoraði glæsilegt mark á 37. mínútu en var rekinn út af sex mínútum síðar. Mynd: Þórir Ó. Tryggvason

Birkir Heimisson, einn lykilmanna knattspyrnuliðs Þórs, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottreksturs í leiknum gegn Fjölni um helgina. Birkir var rekinn út af á 43. mínútu fyrir að gefa mótherja hressilegt olnbogaskot.

Þórsarar eiga fjóra leiki eftir í deildinni. Birkir missir af leik Þórs og Leiknis í Reykjavík um næstu helgi og viðureigninni við ÍR sem fram fer á heimavelli Þórs 31. ágúst.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði KA-manninn Kára Gautason einnig í bann í dag. Kári fékk eins leiks bann vegna fjögurra áminninga og getur því ekki verið með þegar KA sækir Fram heim um næstu helgi.