Fara í efni
Íþróttir

Bikarúrslitaleiknum frestað um mánuð

Ívar Örn Árnason, lengst til vinstri, fagnar marki sínu í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í fyrra ásamt Rodri. Liðin mætast aftur á sama vettvangi laugardaginn 21. september. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Bikarúrslitaleiknum í knattspyrnu karla, viðureign KA og Víkings, hefur verið frestað um einn mánuð vegna velgengi Víkinga í Evrópukeppni. Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 21. september.

Leikurinn átti að fara fram eftir rúma viku, föstudagskvöldið 23. ágúst, en eftir að Víkingar komust áfram í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld varð endanlega ljóst að sá leikdagur er úr sögunni.

KA og Víkingur mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra og þá hafði Reykjavíkurliðið betur.

Víkingar sigruðu í kvöld Eist­landsmeistara Flora Tall­inn 2:1 á útivelli. Þetta var seinni leikur liðanna í 3. um­ferð Sam­bands­deild­ar Evrópu, fyrri leiknum lauk 1:1 í Reykjavík.

Íslands- og bikarmeistararnir mæta næsta Santa Coloma frá Andorra og eru taldir mun sigurstranglegri í þeirri rimmu; liðin mætast á fimmtudag í næst viku í Víkinni og viku síðar í Andorra. Sigurvegar einvígisins taka þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur og feta þar með í fótspor leikmanna Breiðabliks, sem gerðu slíkt hið sama á síðasta ári.