Fara í efni
Menning

Benedikt tilnefndur til Edduverðlaunanna

Benedikt búálfur er tilnefndur til Eddu-verðlauna sem sjónvarpsefni ársins 2021. Þetta kemur fram á vef Menningarfélags Akureyrar. Hér er hægt að kjósa.

Söngleikurinn fékk einnig tilnefningu á Sögur - Verðlaunahátíð barnanna, í flokknum barna- og ungmenna sjónvarpsefni ársins.

Leikfélag Akureyrar frumsýndi söngleikinn í mars 2021. Hann hefur verið í sýningum í Sjónvarpi Símans Premium síðan sýningum lauk í Sammkomuhúsinu. Það er Trabant sem er framleiðandi sjónvarpsútgáfunnar.

Fjölskyldusöngleikurinn er eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson og tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Það voru Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem stóðu að uppsetningunni.

Með hlutverk Benedikts búálfs fer Árni Beinteinn Árnason, Dídí mannabarn er leikin af Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur en Daða dreka leikur Birna Pétursdóttir. Valgerður Guðnadóttir leikur drottninguna, Björgvin Franz leikur konunginn, Kristinn Óli Haraldsson (Króli) leikur Tóta tannálf og Hjalti Rúnar Jónsson leikur Sölvar súra og Jósafat mannahrellir. Leikstjóri er Vala Fannell.