Fara í efni
Fréttir

Bendið á staði þar sem hætta stafar af umferð

Mynd af vef Akureyrarbæjar

Akureyringum gefst nú tækifæri til að benda á staði í bænum þar sem þeim þykir hætta stafa af bílaumferð.

Sveitarfélagið vinnur að umferðaröryggisáætlunar sveitarfélagið, áætlun sem Akureyri.net hefur nokkrum sinnum fjallað um og er markmiðið  með henni að „búa til aðgerðaráætlun svo auka megi öryggi í bænum, fækka slysum og auka lífsgæði bæjarbúa sem og annarra sem um bæinn ferðast,“ eins og það er orðað á vef Akureyrarbæjar.

„Mikilvægur grundvöllur vinnunnar er að kortleggja hætturnar í umferðinni. Kortlagningin hættustaða mun ekki bara byggja á hvar slysin hafa átt sér stað heldur einnig taka mið af mikilvægri upplifun íbúa á varasömum stöðum og mögulegum hindrunum í gatna- og stígakerfinu.“

Því hefur sveitarfélagið ákveðið að efna til stafræns íbúasamráðs þar sem öllum íbúum gefst tækifæri á að koma sínum ábendingum áleiðis. Við viljum fá ábendingar ykkar varðandi hættustaði sem þið upplifið í umferðinni ásamt kortlagningu á staðsetningu þeirra.

Sérstök ábendingagátt verður opin til 4. desember nk. í gegnum eftirfarandi hlekk https://arcg.is/1OWrOe1.

Bæjarbúar eru hvattir til að nýta tækifærið: Láttu í þér heyra því þú þekkir þitt nærumhverfi best! segir á vef Akureyrarbæjar.