Fara í efni
Menning

Barnabókaveisla í dag í Nonnahúsi

Það er ekki á hverjum degi sem haldið er afmæli í Nonnahúsi. Dagur íslenskrar tungu er í dag, laugardag, og það er einnig fæðingardagur Jóns Sveinssonar, Nonna. Hann fæddist þennan dag árið 1857 og afmæli hans verður fagnað með barnabókaveislu í Nonnahúsi.

  • Dagskráin hefst kl. 12.00 og stendur til 14.00.
  • Rithöfundurinn Gerður Kristný les úr eigin barna- og ungmennabókum, sögur Nonna fá að hljóma og lesið verður úr Dótarímum Þórarins Eldjárns.

„Nonni var barnabókahöfundur og því fögnum við barnabókmenntum á æskuheimili hans þar sem hugmyndir kviknuðu. Hver veit nema að nýir rithöfundar verði til í Nonnahúsi,“ segir í tilkynningu frá Minjasafninu á Akureyri.

  • Boðið verður piparkökur, konfekt, djús og jólaöl meðan afmælisbirgðir endast. Þá verður hægt að myndskreyta bók eða gera eigin bókakápu.