Mannlíf
Auðnutittlingur – lítill en kotroskinn og hugaður
12.03.2025 kl. 10:00

Auðnutittlingur, Carduelis flammea (syn. Acanthis flammea) er einn af þeim fuglum sem heldur til í skógum og kjarrlendi Íslands allt árið.
„Má líta á hann sem einn af einkennisfuglum birkiskóganna en hann heldur einnig til í blandskógum og verpir ekkert síður í grenitré en birkitré. Svo er algengt að hann dvelji í görðum landsmanna og þar verpir hann einnig og þiggur fóðurgjafir á vetrum. Hann er algengur og útbreiddur varpfugl og telst til finkuættar, Fringillidae,“ segir Sigurður Arnarson í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar.
Sigurður fjallar sem sagt ekki um tré að þessu sinni heldur þennan litla, fallega fugl – sem heldur til í skógum og kjarrlendi Íslands allt árið – í mjög fróðlegum og skemmtilegum pistli.
Meira hér: Auðnutittlingur