Fara í efni
Mannlíf

Andri Teitsson gekk 238,9 kílómetra

Auður Hörn Freysdóttir, eiginkona Andra, útbjó í gær forláta blómsveig og færði afreksmanninum þegar hann hafði lagt 238,9 kílómetra að baki. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Andri Teitsson, hlaupa- og skíðagöngugarpur úr Skíðafélagi Akureyrar, hóf í gærmorgun atlögu að óformlegu Íslandsmeti í skíðagöngu og sló metið hressilega í morgun. Áður höfðu þrír Ólympíufarar gengið 203 kílómetra í einni lotu, Andri ætlaði að gera betur en þeir og stóð við það! Alls gekk hann 238,9 kílómetra í Hlíðarfjalli.

Andri gekk af stað kl. 11.00 í gærmorgun og reiknaði með að ná settu mark eftir hádegi í dag en var langt á undan áætlun: hafði gengið 203 km upp úr klukkan 6 í morgun. Síðustu fimm tímarnir voru bara til að bæta við í rólegheitum, sagði hann við Akureyri.net þegar hann lét gott heita um 11 leytið.

„Það var erfitt færi í gær og þá komst ég lítið áfram, svo gekk betur í nótt en var dálítið kalt og einmanalegt,“ sagði Andri. Hann sagði aldrei hafa komið til greina að hætta. „Nei, ég var búinn að gefa út fyrirfram að ég ætlaði að gera þetta þannig að það þýddi ekkert að gefast upp!“

NÁNAR SÍÐAR Í DAG

  • Umfjöllun Akureyri.net í gær:

„Þetta verður fallegur dagur í fjallinu“

Hyggst ganga rúma 200 km á skíðum í einni lotu

Andri ásamt eiginkonu sinni, börnum og föður, þegar verkefninu var lokið. Frá vinstri: Iðunn Andradóttir, Teitur Jónsson, Eir Andradóttir, Ás Teitur Andrason, Andri Teitsson, Askur Freyr Andrason og Auður Hörn Freysdóttir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson