Fara í efni
Fréttir

Ánægja með sáttmálann en spurningar vakna

Björn Snæbjörnsson, formaður kjaranefndar Landssambands eldri borgara (LEB) og fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins Einingar - Iðju, segir gleðiefni að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar séu helstu áherslur sem LEB setti á oddinn í kjaramálum fyrir kosningar en ýmsar spurningar vakni sem kjaranefnd LEB hafi áhuga á að fá svör við.

„Það kemur fram í stjórnarsáttmálanum að stoppa eigi gliðnunina á milli grunnlífeyris og taxta sem er frábært og löngu tímabært,“ segir Björn í grein sem birtist á Akureyri.net í dag. Hann spyr síðan:

  • Er von á að bilið á milli grunnlífeyris og taxta, sem er í dag rúmlega 102.000 kr. muni minnka?
  • Hvað er meint með „frekari aðgerðir til handa þeim verst settu“?
  • Hvenær mun frítekjumarkið vegna vaxtagreiðslna verða að veruleika?
  • Almenna frítekjumarkið, hvernig eru skrefin úr 36.500 í kr. 60.000 tímasett?

Smellið hér til að lesa grein Björns