Fara í efni
Mannlíf

Alaskasýprus og hringlið með nöfnin

Einu sinni voru þrjár ungar, síðhærðar og fallegar stúlkur á hlaupum upp fjallshlíð í Kanada. Af óljósum ástæðum breyttust þær allar í tré og utan um þær óx grár börkur. Hið fagra hár þeirra er enn innan við börkinn. Það er jafn mjúkt og langt sem forðum og nota má það til að vefa hinar fegurstu körfur.

Þannig hefst nýr pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar. Að þessu sinni fjallar hann um alaskasýprus eða Cupressus nootkatensis D.Don eins og nú tíðkast að kalla tegundina á fræðimálinu.
 

Smellið hér til að sjá pistil Sigurðar.