Fara í efni
Menning

Akureyrsk ljóðskáld lesa upp í Davíðshúsi

Karólína Rós Ólafsdóttir og Sölvi Halldórsson eru ljóðskáld frá Akureyri. Þau ætla að bjóða upp á lestur úr nýútgefnum verkum sínum, en Karólína gaf út bókina 'Úr hvalnum' en bók Sölva ber heitið 'Þegar við vorum hellisbúar'. Upplesturinn verður í Davíðshúsi næstu helgi, laugardaginn 1. mars kl. 15.00. Aðgangur er ókeypis og bækur skáldanna verða á góðu verði, 3.500 kr. Hægt verður að fá áritun og kveðju frá höfundum. Léttar veitingar í boði.
 
Í kynningu á viðburðinum segir: Því meira sem þú lest, því stærri verður bókin. Hún opnast aftur og aftur og aftur og aftur.
 
Karólína Rós Ólafsdóttir er ljóðskáld frá Akureyri. Verk hennar hafa birst á prenti, í gjörningum og á sýningum á Íslandi, í Þýskalandi, Suður Kóreu, Bretlandi og Skotlandi. Hún gaf út bókverkið Hversdagar (2018) hjá Pastel ritröð og ljóðabókin All in Animal Time (2023) hjá Spam Press í Glasgow. Hún er meðlimur í ljóðakollektívinu Múkk.
 
Sölvi Halldórsson er ljóðskáld frá Akureyri. Hann lauk meistaraprófi í Ritlist frá Háskóla Íslands árið 2024 og hefur áður gefið út ljóðið Piltar (2018) hjá Pastel ritröð og samsteypuverkið Kartöflukenningin endurskoðuð (2021) ásamt DISKO!F hjá Nordatlantens Brygge. Hann er meðlimur í ljóðakollektívinu Múkk.