Fara í efni
Mannlíf

Akureyringar saman á ný í Bústaðakirkju

Davíð Jóhannsson afhenti öllum kirkjugestum sérprentaða messuskrá, hér tekur Áshildur Hlín Valtýsdóttir við sinni skrá; Áshildur flutti hugleiðingu dagsins í athöfninni. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Akureyrarmessa var haldin á ný í Bústaðakirkju í dag, eftir eins árs hlé vegna Covid faraldursins. Séra Pálmi Matthíasson var upphafsmaður þessa skemmtilega viðburðar fyrir rúmum áratug og hafa Akureyringar hist þar árlega síðan með þessari einu undantekningu.

Hugmyndin var einföld að sögn Pálma, sem þjónaði lengi í Bústaðakirkju: þarna hittast brottfluttir Akureyringar og norðanfólk til að njóta góðrar samveru og rifja upp sameiginlegar minningar. Eftir messu er svo samverustund í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem drukkið er kaffi og spjallað – og gjarnan bragðað á Lindukonfekti! Það brást ekki í dag, auk þess sem gestir sporðrenndu „pungum“ frá Sigga Arnfinns í Veislubakstri.

Afar falleg tónlist var leikin og sungin við messuna í dag og Áshildur Hlín Valtýsdóttir flutti hugvekju.

Meira síðar á Akureyri.net