Fara í efni
Fréttir

Akureyri.net styrkir söfnun fyrir troðara

Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktafélags Eyfirðinga, og Gamli rauður - snjótroðarinn fertugi sem þjónaði hefur félaginu lengi.

Akureyri.net lagði sitt af mörkum í vikunni með fjárframlagi í söfnun Skógæktarfélags Eyfirðinga fyrir nýjum snjótroðara. Akureyringar (og reyndar mun fleiri) hafa tekið fjölmiðlinum einstaklega vel og í tilefni eins árs afmælis okkar á dögunum var upplagt að þakka fyrir móttökurnar með því að taka þátt í þessu frábæra framtaki. 

Söfnunin hefur gengið vonum framar. Troðarinn kostar 35 milljónir, í dag hafa nærri 40 milljónir safnast en ekki verður látið gott heita fyrr en í febrúar. Söfnunarfé umfram kostnað við troðarann verður notað til að koma þaki yfir tækið, þjálfa starfsmenn, kaupa nauðsynlega varahluti, verkfæri og þess háttar.

Ástæða er til að hvetja öll fyrirtæki bæjarins til að leggja málinu lið. 

Skógræktarfélagið greindi frá framlagi Akureyri.net á Facebook síðu sinni og vakti athygli á slagorðum fjölmiðilsins og félagsins: Oftast sólarmegin og Kjarnaskógur - Alltaf logn. „Eyfirskara gerist það vart,“ segir þar! 

Skapti Hallgrímsson,ritstjóri