Íþróttir
Áhersla lögð á að efla skákiðkun stúlkna
04.02.2025 kl. 12:00
![](/static/news/lg/stelpur_skak_2025.jpg)
Í unglingastarfi sínu í vetur hefur Skákfélag Akureyrar lagt áherslu á að efla skákiðkun meðan stúlkna og af því tilefni var blásið til skemmtilegs stelpumóts á skákdaginn, 26. janúar síðastliðinn. Um var að ræða keppni milli Lundarskóla og Brekkuskóla og tóku 13 stelpur þátt í mótinu, nemendur í 4. til 7. bekk.
Tefldar voru sex umferðir, á sex borðum – svokölluð bændaglíma, segir á vef Skákfélagsins, og lauk keppni með naumum sigri Brekkuskóla, 19,5 - 16,5.
Besta einstaklingsárangri náði Harpa Hrafney Karlsdóttir út Lundarskóla sem vann allar sex skákarnir en úr Brekkuskóla náðu bestum árangri þær Inga Karen Björgvinsdóttir og Ragnheiður Valgarðsdóttir, fengu fimm vinninga hvor.
„Skemmtilegt og fjörugt mót – margar efnilegar stelpur hér á ferðinni,“ segir á vef félagsins þar sem jafnframt er grein frá því að stefnt sé að Akureyrarmóti í stúlknaflokki í næsta mánuði.
Á skákdaginn varð níræður Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, og hann sendi keppendum á mótinu sínar bestu kveður þennan dag. Skemmtilega gert og án efa uppörvandi fyrir skákstelpurnar ungu.
Þátttakendur í mótinu eru á myndinni.
Fremri röð, frá vinstri: Þórkatla Andradóttir, Elín Stefanía Sigurðardóttir, Patricija Petkute, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Sigurlaug Pálsdóttir, Rakel Heiða Björnsdóttir.
Aftari röð, frá vinstri: Selma Rós Hjálmarsdóttir, Harpa Hrafney Karlsdóttir, Birgitta Ósk Orradóttir, Sandra Ósk Ragnarsdóttir Lieske, Inga Karen Björgvinsdóttir, Maria Grazyna Wasowicz, Elma Lind Halldórsdóttir.