Fara í efni
Mannlíf

Af ungum málmhausum og ævintýrum á Englandi

Í byrjun sumars 1988 tilkynnti Sigurður Sverrisson, ættfaðir okkar, íslenskra þungarokkara, í þætti sínum Bárujárni á Rás 2 að hann hygðist standa fyrir hópferð á tónleikahátíðina Monsters of Rock í Castle Donington á Englandi síðar um sumarið.

Þannig hefst Orrablót dagsins þar sem Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, heldur áfram að rifja upp æskuárin á Akureyri.

Hlustunarskylda var á þáttinn meðal norðlenskra málmhausa og við félagarnir létum ekki segja okkur þetta tvisvar, ég, Birgir Karl Birgisson, Eiríkur Árni Oddsson og Sævar Árnason; við ætluðum með, sama hvað það kostaði.