Fara í efni
Mannlíf

Af pottasögum sem seytla inn í hlustir

„Að svamla í sundi er sérdeilis gott, þá sjaldan maður nennir. Hápunkturinn er yfirleitt að dorma í heita pottinum, svona þegar það er hægt fyrir ærslafengnum krakkaormum eða slúðurtenntum kvenpersónum. Jæja, stundum eru þetta karlar líka sem láta móðann mása en vissulega mun sjaldnar,“ skrifar Stefán Þór Sæmundsson í pistli sem birtist á Akureyri.net í dag.

Stefán Þór heldur áfram: „Eins er þetta í klippingu, maður slakar á og leyfir hárskeranum að vinna sitt verk en í næstu stólum virðist fólk vera mætt til sálfræðings. Hvað veldur því að varkárasta fólk verður skyndilega opið niður í rass ef það fer í heitan pott eða í klippingu?“

Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs