Fara í efni
Mannlíf

Á hverju lifði hinn blásnauði svínahirðir?

Nú var kristinfræðitími og ókyrrð í stofunni en Steini stóð sveittur upp við púlt og mændi glasbotna gleraugum útí bekkinn sem þar væri hjálp að hafa og voru áhöld um hvurs gleraugu voru þykkri, brillur Steina eða Eiríks bibblíufræðara.

Jóhann Árelíuz heldur áfram að segja frá lífinu á Eyrinni á árum áður; í dag bregður hann ljósi á kennslustund í Oddeyrarskóla.

Það var sagan um Glataða soninn og stóð Steini á gati en skríkti í okkur strákum og loks þraut Eiríki þolinmæðin og spurði allhvasst hvurt Steini hefði nokkra hugmynd um á hverju Glataði sonurinn hefði lifað sem blásnauður svínahirðir.

Pistill dagsins: Glataði sonurinn

Eyrarpúkinn tíður gestur á Akureyri.net