Fara í efni
Fréttir

Á fimmta tug trjáa felld í Öskjuhlíð

Á fimmta tug trjáa verða felld í Öskju­hlíð á morg­un, þriðjudag, á veg­um um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar. Um er að ræða þau tré sem skaga hæst upp úr Öskju­hlíðinni. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld, staðfest af Einari Þorsteinssyni borgarstjóra.

Aðeins ein braut er nú í notkun á Reykjavíkurflugvelli eftir að annarri – austur-vestur brautinni – var lokað um helgina sam­kvæmt til­skip­un Sam­göngu­stofu til Isa­via. Ástæðan er sú að hæð trjáa í Öskju­hlíð ógn­ar flu­gör­yggi til og frá höfuðborg­inni.

Miðstöð sjúkra­flugs á Íslandi sem sam­an­stend­ur af Slökkviliði Ak­ur­eyr­ar, Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri og Nor­landa­ir, hefur lýst þung­um áhyggj­um vegna lok­un­ar brauta á flugvellinum og Eyj­ólf­ur Ármanns­son sam­gönguráðherra var harðorður á opn­um fundi um stöðu og framtíð Reykja­ vík­ur­flug­vall­ar á föstudaginn, þegar ljóst var að flugbrautinni yrði lokað. „Ný rík­is­stjórn er ein­huga um að standa vörð um framtíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar á nú­ver­andi stað í Vatns­mýr­inni, svo ein­falt er það,“ sagði ráðherra.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir við mbl.is að aðgerðaáætl­un fyr­ir fyrsta áfanga trjá­fell­inga vegna til­mæla Sam­göngu­stofu verði einnig lögð fram á morg­un og geri hún ráð fyr­ir fell­ingu 500 trjáa.

 

Krefjast tafarlausra viðbragða vegna lokana