Fara í efni
Íþróttir

50 ára afmælishátíð Kraftlyftingafélagsins

Mynd: Facebooksíða KFA
Kraftlyftingafélag Akureyrar heldur upp á 50 ára afmælið sitt í dag, þriðjudaginn 7. janúar. Boðið verður til fagnaðar í Lyftingahöllinni, sem er staðsett á Hjalteyri. Á facebook síðu félagsins segir að um sé að ræða einstakt tækifæri til þess að koma saman, njóta góðs félagsskapar og heiðra sögu félagsins. 
 
Það verður opið hús í Lyftingahöllinni frá kl. 15:00–23:00, en afmælisathöfnin sjálf verður kl. 17.30. Gestum gefst kostur á því að prófa aðstöðuna og verða kaffi og kökur í boði. Í lýsingu á viðburðinum segir að rifjuð verði upp saga félagsins, einstaklingar heiðraðir sem hafa skarað fram úr og horft fram á veginn með stolti.
 
Facebook síðu félagsins má finna hér.