Fara í efni
Fréttir

21 stigs hiti var á Akureyri í kvöld

Ótrúlega hlýtt var á Akureyri í kvöld, mánudagskvöld, eins og þeir fundu sem brugðu sér út fyrir hússins dyr. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var til dæmis 21 stigs hiti klukkan 22.00!
 
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku skrifar á vefinn í kvöld að hann telji helmingslíkur á nýju nóvemberhitameti. Metið er 23,2°C frá 11. nóvember árið 1999, á Dalatanga.
 
Spáð er 12-15 stiga hita í nótt og ekki er búist við að hiti fari niður fyrir 10 gráður fyrr en um hádegi á morgun og verði sjö til átta gráður langt fram eftir kvöld.
 

Hvasst verður á landinu á morgun, þriðjudag, hvassast norðvestan til – sunnan 13-23 metrar á sekúndu.