Fara í efni
Fréttir

112 dagurinn á Glerártorgi - MYNDIR

Þann 11. febrúar ár hvert halda viðbragðsaðilar upp á 1-1-2 daginn til að minna á neyðarnúmerið 112. Í ár var öllu tjaldað til á Akureyri, en á 1-1-2 daginn sjálfan var farið á rúntinn, þar sem viðbragðsaðilar af svæðinu fóru hring um bæinn á tiltækum ökutækjum sínum. Það gekk vel fyrir sig, enda vandvirkt fólk á ferð.

Í gær, sunnudaginn 16. febrúar, var svo haldin sýning á Glerártorgi á milli 14 og 16 þar sem viðbragðsaðilar sýndu tæki sín og tól, og fræddu gesti og gangandi um starfsemina. Mikill áhugi einkenndi daginn, en fólk á öllum aldri tók virkan þátt; æfði skyndihjálp, fékk að grípa í stýrið á allskyns sérútbúnum tækjum og margt fleira. Ljósmyndararnir Hilmar Friðjónsson og Þorgeir Baldursson fönguðu stemninguna.

Myndir Hilmars Friðjónssonar

Myndir Þorgeirs Baldurssonar