Fara í efni
Mannlíf

1. maí hlaup UFA í sól og blíðu – MYNDIR

Af stað! Keppendur i leikskólahlaupinu, fyrsta hluta 1. mai hlaups UFA, þjóta af stað. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Um 480 tóku þátt í 1. maí hlaupi Ungmennafélags Akureyrar (UFA) í gær í blíðskaparveðri. Hlaupararnir voru á öllum aldri og stemningin á svæðinu í takti við veðrið.

Fyrst fór fram leikskólahlaup, þar sem tæplega 160 börn hlupu einn hring á frjálsíþróttavellinum á Þórssvæðinu auk foreldra sem tóku sprettinn sem fylgdarmenn barna sinna í styttri hlaupunum. Myndirnar í meðfylgjandi albúmi eru allar úr leikskólahlaupinu.

Um 230 grunnskólabörn hlupu svo af stað í 2 km hring, í þremur hópum eftir aldri. Þau komu þreytt en sæl í mark eftir afrekið, segir á vef UFA. Máttu þeir foreldrar sem fylgdu sumum eftir hafa sig öll við að missa ekki af þeim.

Mynd: Skapti Hallgrímsson 

Að lokum hófst 5 km hlaup og þar voru skráð til leiks um 60 krakkar og 30 fullorðnir. Leiðin var býsna löng og á fótinn lengi framan af en allir stóðu sig vel og skiluðu sér kátir í mark, segir ennfremur á vef UFA.

Í þátttökukeppni grunnskóla sigraði Þelamerkurskóli í hópi fámennari skóli en þar tóku 27% nemenda þátt í hlaupinu. Í flokki fjölmennari skóla sigraði Síðuskóli, þar tóku 11% nemenda þátt í hlaupinu.

Úrslit hlaupsins má nálgast hér

Smellið hér til að sjá umfjöllun á vef UFA.

Á vef UFA er greint frá því að Kristófer Sigmarsson, mikill áhugamaður um 1. maí hlaupin þó hann sé ekki á vegum UFA, hafi verið með myndavélina á lofti og fylgst með öllu hlaupinu , á upptökunni hans getur hver og einn séð sinn tíma í hlaupunum. „Athugið þó að allir tímar í leikskólahlaupinu og 2 km hlaupinu eru eingöngu til gamans, eingöngu er um þátttökuhlaup að ræða og því ekki um eiginlega keppni að ræða. UFA heldur ekki utan um neina skráningu meta í hlaupunum.“

Smellið hér til að sjá myndband Kristófers.