Tónleikar Olga Vocal Ensemble í Tjarnarborg
Olga Vocal Ensemble heldur jólatónleika í Tjarnarborg á Ólafsfirði föstudaginn 10. desember kl. 20.00 og flytur meðal annars efni af plötunni Winter Light sem er að koma út og er fyrsta jólaplata hópsins.
Hægt er að kaupa miða hér
Þetta verður í fjórða skipti sem Olga heldur tónleika á Íslandi um jólaleytið og í tilkynningu er lofað skemmtilegri og fjölbreyttri efnisskrá.
Olga Vocal Ensemble er sönghópur sem hefur verið starfræktur síðan árið 2012 en hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá, að undanskildu árinu 2020. Hópurinn er skipaður fimm strákum, þrír eru búsettir í Hollandi en tveir á Íslandi. í Olgu eru Hollendingarnir Jonathan Ploeg og Arjan Lienaerts, Englendingurinn Matthew Lawrence Smith, rússneski Bandaríkjamaðurinn Philip Barkhudarov og Íslendingurinn Pétur Oddbergur Heimisson.
„Olga hefur gefið út 3 geisladiska, fyrsti diskurinn kom út árið 2012, Vikings kom út árið 2016 og It’s a Woman’s World kom út árið 2018. Sumarið 2021 kom síðan út 4. diskur hópsins, Aurora, en hann verður einnig fáanlegur á vínylplötu. Í byrjun desember kemur síðan út fyrsti jóladiskur Olgu sem ber heitið Winter Light. Hann verður til sölu á tónleikunum,“ segir í tilkynningu frá sönghópnum.
Í ljósi aðstæðna eru gestir hvattir til að bera grímu á meðan á tónleikum stendur og passa vel upp á persónubundnar sóttvarnir. Að auki þá er gerð krafa um að fara í hraðpróf fyrir tónleikana sem ekki má vera eldra en 48 klst. gamalt.
Hér má hlýða á sönghópinn flytja lagið Spaceman Came Travelling