Merkilegt listasafn nú öllum opið – á vefnum
Listasafn Fjallabyggðar og er nú öllum til sýnis. Að vísu eru listaverkin ekki uppi á vegg í húsi, hið sameiginlega bæjarfélag Siglufjarðar og Ólafsfjarðar býr ekki svo vel að eiga myndlistarhús, heldur hefur safneignin verið ljósmynduð og sett á vefinn. Sverrir Páll Erlendsson fjallar um safnið í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun.
„Á þessu merkilega listasafni eru um 180 verk eftir sem næst 90 listamenn. Stærsti hluti safnsins er gjöf hjónanna Arngríms Ingimundarsonar og Bergþóru Jóelsdóttur, en árið 1980 gáfu þau Siglufjarðarbæ listaverkasafn sitt, 124 myndir, málverk, vatnslitamyndir, teikningar, þrykk og grafík, sem þau höfðu eignast á löngum tíma, og voru þá að dómi Braga Ásgeirssonar listamanns og gagnrýnanda eitthvert merkasta einkalistasafn á landinu,“ segir Sverrir Páll.