Menning
Hlægilegt og hræðilegt en kemur okkur öllum við
27.02.2024 kl. 15:15
„Það mætti hafa um þetta mörg orð, en mest er um vert að fólk fari og sjái, njóti og meti á eigin forsendum. Þetta er kannski ekki fyrir börn eða viðkvæma, en þetta segir sögur sem koma okkur öllum við,“ segir Sverrir Páll Erlendsson í pistli sem hann skrifar fyrir Akureyri.net um leiksýninguna And Björk, of course ... eftir Þorvald heitinn Þorsteinsson sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi á föstudaginn var.
„Gréta Ómarsdóttir hefur unnið gott verk og sett saman sýningu sem er í senn hlægileg og hræðileg en um leið eins og ekkert sé ýkt, og hún hefur stýrt þessum leikendahópi þannig að enginn ber af né verður útundan.“
Smellið hér til að lesa pistil Sverris Páls