Fara í efni
Menning

Af ýtnu skáldi og feimnum rithöfundi

Stefán Þór Sæmundsson á beininu fræga á vinnustað sínum, Menntaskólanum á Akureyri, þegar hann gaf út fyrsta hluta þríleiksins Þrítugur, snemma árs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Stefán Þór Sæmundsson er iðinn við kolann og sendir nú frá þér þriðju bókina í ár; skáldævisöguna Þremillinn - Þrítugur 2/3, sjálfstætt framhald Þrítugur 1/3 sem kom út snemma árs. Í millitíðinni gaf hann út ljóðabók.

Stefán Þór segir frá nýju bókinni í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun. Þar rifjar hann upp þegar ýtna skáldið kom í heimsókn með nýútkomna ljóðabók.

_ _

Megi okkurgulir geislar sólarinnar umlykja þig, tautaði skáldið og rissaði sem ákafast og nefndi síðan upphæð sem var ekki langt frá því sem helgarinnkaup fjölskyldunnar í Nettó kostuðu.

_ _

Þú ert með aukaherbergi, sé ég. Mig vantar einmitt gistingu.

 _ _

„Atvik þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég tók við nýju bókinni minni úr prentun núna í ágúst 2021 og fékk kvíðakast yfir erfiðasta hlutanum í útgáfuferlinu; hvernig ég færi að því að selja upp í kostnað,“  skrifar Stefán Þór.

Smellið hér til að lesa bráðskemmtilega grein rithöfundarins og kennarans.