Fara í efni
Menning

Ætlar þú að láta ljós þitt skína í Deiglunni?

Mynd: Facebook
Listasumar á Akureyri kemur til okkar með stormsveip, en á fimmtudagskvöldið mun Gilfélagið opna dyrnar og halda opnunarhátíð í Deiglunni. Sama kvöld opna tvær nýjar sýningar í Listasafninu og mun Gilfélagið spegla aðra þeirra með því að halda uppákomu í anda FLUXUS á milli 18-20. Þá er hljóðneminn laus og fólk hvatt til þess að láta ljós sitt skína.
 
Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir að ýmsir hafi boðað sig til þess að troða upp og einhverjir séu líklegir, en alltaf sé beðið eftir hinum óvænta listamanni. Sýningin STRANDED – W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO – MORE THAN THIS, EVEN opnar svo klukkan 20 í Listasafninu hinum megin við götuna, en hönnun sýningarinnar og vinnsla verkanna er einmitt í anda Flúxushreyfingarinnar. 
 
Þráðurinn verður upptekinn í Deiglunni klukkan 21.30, þannig að gestir sýninganna í Listasafninu geta rölt yfir aftur ef þeim lystir og haldið verður áfram. Lokatímasetning, samkvæmt kynningartexta, verður kl. 23 eða rúmlega það. Lofað er spennandi dagskrá og skemmtilegheitum.