Fara í efni
Mannlíf

Tæknin hljóp fram úr Magnúsi og áætlun hans

Gunnar og Hallgerður! Mynd búin til af Midjourney. „Ég var að skoða þekkingu GPT-4o á íslenskum bókmenntum og fékk lýsingu á Gunnari á Hlíðarenda og Hallgerði langbrók úr Njáls sögu. Þessi lýsing var síðan notuð til að skapa myndina sem fylgir pistlinum,“ skrifar Magnús Smári.

„Undanfarnar vikur hafa stórfyrirtækin keppt um að kynna nýjar og byltingarkenndar lausnir í gervigreind hvert öðru hraðar. Þetta veldur því að það sem ég hef sett niður á blað verður úrelt jafnharðan, sem ég verð að viðurkenna að er alveg nokkuð streituvaldandi,“ segir Magnús Smári Smárason í áttunda pistlinum um gervigreind fyrir Akureyri.net.

Hann kveðst verða að játa á sig mistök: 

„Í síðasta pistli lofaði ég umfjöllun um hagnýtar leiðbeiningar fyrir notkun spunagreindar í menntun. Mér láðist þó að taka tillit til Hofstadter's lögmálsins sem segir:

Það tekur allt lengri tíma en þú býst við, jafnvel þegar þú tekur tillit til Hofstadter's lögmálsins.“

Magnús Smári skrifaði þó vitaskuld pistil sem fyrr segir. Smellið hér til að lesa hann.