Fara í efni
Mannlíf

Orri Páll: „Ertu ennþá að redda stráknum?“

Ökuferð leikmanna 2. flokks Þórs í knattspyrnu sumarið 1989 er yrkisefni Orra Páls Ormarssonar blaðamanns Morgunblaðsins í Orrablóti dagsins. Pistlar hans með því heiti birtast á Akureyri.net annan hvern föstudag.

„Oftast flugum við í leiki á suðvestur horninu eða undir okkur var sett rúta en að þessu sinni fórum við á einkabílum; skiptum okkur niður á nokkra,“ segir Orri Páll í þessum stórskemmtilega pistli, þar sem hann fer reyndar lengra bæði í tíma og rúmi. Við sögu koma meðal annars bóngóður faðir hans, Ormarr Snæbjörnsson, svarblá Honda, árgerði 1981, Eiður Smári Guðjohnson, þoka í Húnavatnssýslu, tíkallasími og ensku knattspyrnufélögin Arsenal og Liverpool ...

Smellið hér til að lesa pistil Orra Páls