Fara í efni
Mannlíf

Myndin um Stellurnar birt opinberlega

Halldór Hallgrímsson, skipstjóri á Svalbak, virðir fyrir sér líkanið fallega af „Stellunum“ tveimur þegar það var afhjúpað síðastliðið haust. Dætur hans, Helga og Halla, fyrir aftan Halldór. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þegar líkan af skuttogurum Útgerðarfélags Akureyringa, systurskipunum Svalbak EA 302 og Sléttbak EA 304, var afhjúpað við hátíðlega athöfn seint á síðasta ári var viðstöddum sýnd kvikmyndin Stellurnar komnar heim, sem þá var nánast fullgerð. Nú hefur myndin verið birt opinberlega.

Í myndinni er farið stuttlega yfir sögu Útgerðarfélags Akureyringa, og fjallað um Stellurnar, eins og skipin voru jafnan kölluð. Það eru Trausti G. Halldórsson og Sigfús Ólafur Helgason sem gerðu myndina og Trausti hefur nú birt hana á Facebook síðu sinni.

Umfjöllun Akureyri.net um líkanið af Stellunum má sjá hér

Smellið hér til að sjá kvikmynd Trausta og Sigfúsar

Fjöldi Akureyringa lagði leið sína á Togarabryggjurnar þegar Stellurnar komu í fyrsta sinn til nýrrar heimahafnar. Skjáskot úr kvikmyndinni.