„Maður kyssir ekki á vönd óvinarins“
„Veistu, ég varð eiginlega miður mín þegar ég komst loks í símann og netsamband á leiðinni norður og sá að þú hafðir í fjarveru minni leitað á náðir gervigreindar til að skrifa pistil á akureyri.net. Ertu gjörsamlega orðinn galinn?“
Aðalsteinn Öfgar er kominn heim til Akureyrar eftir að hafa dvalið á Vogi um tveggja vikna skeið og kemur strax við sögu í nýjum pistli Stefáns Þórs Sæmundssonar.
Og vinurinn liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn: „Maður kyssir ekki á vönd óvinarins, kastar rekunum, kveikir í sprekunum og lætur gömul og góð gildi fuðra upp. Reyndar er ekki til neitt sem heitir gervigreind. Greind er mannleg. Það sem þú varst að gera er að láta mataða tölvukubba raða saman í grein einhverju sem forritið vinsar úr því sem áður hefur verið ritað og rætt.“
Smellið hér til að lesa pistil Stefáns Þórs