Fara í efni
Mannlíf

Hjartatré hjartanlega velkomið á nýjan leik

Fyrir 15 milljónum ára var landslag og gróður allt öðruvísi en seinna varð á því landsvæði sem við nú köllum Ísland. Engar ísaldir höfðu þá mótað landið, grafið dali og firði eða sorfið berg. Atlantshafið var miklu minna en nú er og hugsanlegt er að landbrú frá hinu íslausa Grænlandi þess tíma, yfir Ísland og Færeyjar til Skotlands hafi ekki að fullu verið horfin og sokkin í sæ. Þá voru hér margar tegundir trjáa sem hurfu þegar kólna tók. Ein af þeim er hjartatré. Það heitir svo vegna þess að laufblöðin eru hjartalaga.
 
Hjartatré er fyrsta Tré vikunnar þessu ári í samnefndri pistlaröð Sigurðar Arnarsonar. 
 
Smellið hér til að lesa meira