Fara í efni
Mannlíf

Hátíð síma og friðar – um skjátíma og jólin

Jólin eru handan við hornið og við sitjum föst í umferð á rauðu ljósi í símanum að svara skilaboðum og klára síðustu jólainnkaupin á netinu. Framundan er jólafríið langþráða í faðmi fjölskyldu, vina og þeirra sem okkur þykir vænt um.

Þannig hefst grein Skúla Braga Geirdal, verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, sem birtist á Akureyri.net í morgun.

Skúli heldur áfram:

Umkringd fólki en leitum í þá sem eru ekki á staðnum. Saman fyrir framan skjáinn. Með alla afþreyingu heimsins en leiðist samt. Of hrædd við að leiðast svo við höldum áfram að skrolla. Týnumst í leit að því sem okkur vantar en sjáum ekki það sem við höfum.

Skúli segir markmiðið með greininni ekki að þyngja fólki róðurinn um jólin eða koma inn samviskubiti, en nefnir átta atriði um skjátíma og jólin, atriði sem snúast um að skapa meðvitund og auka samveru.

Smellið hér til að lesa grein Skúla Braga