Fara í efni
Mannlíf

Fögnuðu 30 ára afmæli Hyrnu – MYNDIR

Guðlaugur Arnarsson, framkvæmdastjóri Húsheildar/Hyrnu, Örn Jóhannsson sem stofnaði Hyrnu ásamt Helga Snorrasyni á sínum tíma, og Ólafur Ragnarsson, forstjóri. Myndir: Skapti Hallgrímsson

Því var nýlega fagnað að um þessar mundir eru 30 ár frá stofnun Byggingarfélagsins Hyrnu á Akureyri. 

Örn Jóhannsson og Helgi Snorrason stofnuðu Hyrnu árið 1994 en Örn eignaðist síðar fyrirtækið að fullu. Verktakafyrirtækið Húsheild keypti Hyrnu í desember 2021 og félögin eru nú rekin í nafni Húsheildar/Hyrnu.

Húsheild/Hyrna heldur í dag úti umsvifamikilli starfsemi í mannvirkjagerð og húsbyggingum fyrir opinbera aðila og einstaklinga ásamt því að framleiða innréttingar, glugga og hurðir.

Meðfylgjandi myndir eru úr afmælishófinu.

Eiríkur Guðbergur Guðmundsson, sölu- og framleiðslustjóri, og Ólafur Ragnarsson forstjóri Húsheildar/Hyrnu.