Er hægt að velja að vera ekki fyrirmynd?
Öll eigum við okkur fyrirmyndir en það er ekki endilega víst að við gerum okkur grein fyrir því hverjar þær eru.
Þannig hefst þriðji pistill Hrundar Hlöðversdóttur rithöfundar sem birtist á Akureyri.net í dag. Pistlar Hrundar, þar sem hún fjallar um mennskuna, birtast annan hvern föstudag.
Í dag veltir Hrund fyrir sér fyrirmyndum og jafnrétti kynjanna
Börn og unglingar fá oft að heyra að þau eigi að vera fyrirmyndir yngri barna. Þetta er algengur frasi innan skólanna og í fjölskyldum. „En ef ég vil ekki vera fyrirmynd?“ Spurði nemandi mig þegar ég tók þessa umræðu í eitt skipti. Hverju svarar maður þá? Er hægt að velja að vera ekki fyrirmynd. Getum við sagt? „Finndu þér bara aðra fyrirmynd af því að mig langar ekki til að vera fyrirmyndin þín.“ Nei, það er víst ekki svo …
Þriðji pistill Hrundar Hlöðversdóttur: Hver er þín fyrirmynd?