Fara í efni
Mannlíf

Dabbi og Siggi „spóla til baka“ í Sjallanum

Dansleikur verður í Sjallanum í kvöld þar sem „spólað verður til baka“ eins og segir í tilkynningu. Við stjórnvölinn verða gömlu plötusnúðarnir Dabbi Rún og Siggi Rún – Davíð Rúnar Gunnarsson og Sigurður Rúnar Marinósson – en gestir kvöldsins verða Trausti Haraldsson og Karl Örvarsson.

Þarna getur fólk upplifað stemningu síðustu áratuga á akureyskum skemmtistöðum, eins og það er orðað í tilkynningunni; tónlistin sem  spiluð var á hinum ýmsu stöðum mun óma í Sjallanum, en nefndir eru eftirfarandi skemmtistaðir:

  • Dynheimar
  • Sjallinn
  • Zebra/Bleiki fílinn
  • H 100
  • 1929
  • Kaffi Akureyri
  • Pósthúsbarinn

Dabbi Rún og Siggi Rún eru tvíeyki sem hóf feril sinn fyrir löngu síðan sem plötusnúðar á félagsmiðstöðum bæjarins og þaðan lá leið þeirra um Dynheima, Sjallann, 1929, Kaffi Akureyri og Pósthúsbarinn ásamt því að vera með einn vinsælasta útvarpsþátt sem sögur fara af á Frostrásinni,“ segir í tilkynningunni.

Gestir kvöldsins:

Trausti Haraldsson sem var plötusnúður meðal annars á 1929 en var einnig í dansbandinu Fantasía. „Síðustu ár hefur hann gert það gott sem lagahöfundur og samið nokkra smelli með og fyrir Pál Óskar.“

Kalli Örvars tekur m.a. slagara sem hann söng með Stuðkompaníinu. „Einnig mun hann kynna fyrir Sjallagestum Öskursöngsviðlögin. Ekki missa að því!“

Húsið verður opnað kl. 23:00 - miðasala er á tix.is.