Bravó! Jón Hlöðver þakkar fyrir veisluna
„BRAVÓ! Þetta orð lýsti betur en mörg önnur orð tvennum tónleikum sem Félag (h)eldri borgara efndi til í Hofi, Hamraborgarsalnum í gær, sunnudaginn 2. október í tilefni fjörutíu ára afmælis síns.“
Svo mælir Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, í grein sem birtist á Akureyri.net í gærkvöldi.
„BRAVÓ! til nær 100 manna hóps er flutti okkur boðskapinn um að aldursmörk þurfi ekki að takmarka gleðigjöfina og hamingjuaugnablikin,“ segir Jón Hlöðver.
„Nafnaupptalning getur alltaf verið viðkvæm, en mér þótti hrífandi að syngja vini og nánum samstarfsmanni mínum í Tónlistarskóla Akureyrar, sem formanns stjórnar skólans til svo margra ára, honum Sigurði Jóhannessyni afmælissöng í tilefni 91 árs afmælisdags hans. Salurinn fylltist af söng og auðvitað tók svo afmælisbarnið virkan þátt í söng Kórs eldri borgara áfram. “
Smellið hér til að lesa grein Jóns Hlöðvers.