Fara í efni
Mannlíf

Aðalsteinn Öfgar og trylltu töframeðulin

„Hefurðu tekið eftir því að á hverju ári eru auglýst krem sem stinna húðina sjáanlega, fylla upp í hrukkur, vinna á appelsínuhúð, fríska upp á andlitið, gefa húðinni raka eða lit, fjarlægja augnpoka, yfirvinna þreytu, eyða bólum og öðrum misfellum og skila neytandanum glansandi fínum og fullum í framan en með nánast hálftómt veski?“

Þannig hefst nýjasti pistill Stefáns Þórs Sæmundssonar þar sem þeir Aðalsteinn Öfgar velta vöngum um eitt og annað. Aðalsteini er mikið niðri fyrir, og heldur áfram:

„Og svo næsta ár, nei, nei, þá er þetta gamla bara húmbúkk; þá eru nefnilega komin glæný serúm og hýjalúrón og einhverjar töfraformúlur sem gera sko miklu meiri kraftaverk fyrir kannski aðeins meiri pening. Þetta er búið að ganga svona í hálfa öld eða lengur og alltaf kaupir ný kynslóð köttinn í sekknum. Hvað er að fólki?“

Smelltu hér til að lesa pistil Stefáns Þórs