- 19 stk.
- 18.06.2024
17. júní 2024 – Því var fagnað að 80 ár eru síðan lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum. Dagurinn var bjartur og fallegur, veðrið lék við Akureyringa og dagskráin var svipuð og undanfarin ár; hátíðardagskrá í Lystigarðinum, þar sem ýmislegt var til skemmtunar, svo og á MA-túninu vestan við Lystigarðinn. Stúdentar voru vitaskuld brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri eins og áratuga hefð er fyrir 17. júní og þá var bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar í Boganum. Með henni lauk árlegum Bíladögum klúbbsins. - Myndir: Skapti Hallgrímsson, Þorgeir Baldursson og af Facebook síðu Akureyrarbæjar.