- 20 stk.
- 20.01.2021
20. janúar 2021 - Með þrennum tónleikum í dag lauk heilmikilli tónleikaveislu í menningarhúsinu Hofi, þar sem liðlega 1100 skólabörn hlýddu á klassíska tónlist í vikunni. Tónlistarfélag Akureyrar stóð fyrir níu tónleikum, að undirlagi Ásdísar Arnardóttur, sellóleikara og bæjarlistamanns Akureyrar árið 2020. Stjórnandi var Guðmundur Óli Gunnarsson og Snorri Sigfús Birgisson var sögumaður, þegar flutt var tónverk hans, ævintýrið um Stúlkuna í turninum við sögu Jónasar Hallgrímssonar. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson