- 14 stk.
- 26.11.2022
26. nóvember 2022 – Fjöldi fólks lagði leið sína á Ráðhústorg síðdegis í dag þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu. Ákveðið var að halda í þá hefð að vinabæirnir Randers í Danmörku og Akureyri skiptist á jólakveðjum á aðventunni og er tréð afhent af sendiherra Danmerkur á Íslandi, Kirsten Rosenvold Geelan, þótt það hafi að þessu sinni verið fellt í bæjarlandinu til að minnka kolefnissporið. Það var Stefán Jens Tómasson, sem er aðeins þriggja ára, sem tendraði ljósin á trénu fyrir hönd Norræna félagsins á Akureyri. – Ljósmyndir. Skapti Hallgrímsson